Hljómsveitin Góðir Landsmenn er danshljómsveit af bestu gerð sem var stofnuð 2005 og hefur notið sívaxandi vinsælda á ballmarkaði.
Við bjóðum upp á mjög fjölbreytt, gott og skemmtilegt lagaval sem hefur virkað gríðarlega vel á böllum. Við spilum lög úr öllum áttum bæði ný og gömul, íslensk og erlend, og erum með gott úrval af 80´s lögum ásamt fullt af öðru skemmtilegu enda viljum við að allir geti skemmt sér með okkur óháð aldri, lagalista má sjá hér á ofar á síðunni.
Við erum 5 manna stuð band, en bjóðum einnig upp á 6 manna uppsetningu með 2 frábæra söngvara (karl og konu) fyrir stærri viðburði, sé þess óskað. Hljómsveitin býr yfir um það bil einnar aldar spilareynslu (svona samanlagt) og höfum við spilað bæði hérlendis og erlendis.
Við getum tekið að okkur stóra sem smáa viðburði hvort sem um er að ræða árshátíð, bjórkvöld, brúðkaup, skólaball, þorrablót eða hvað sem er.
Við getum einnig útvegað dinnerpíanóleikara, veislustjóra, töframenn, eldlistamenn og fleira.
Heyrðu í okkur!Gömlu gullmolarnir svínvirka á þorrablótum og árshátíðum. Við tökum 'Kokkinn' með stolti.
Við erum snillingar í að grípa nýja smelli inn í prógrammið með litlum fyrirvara hvort sem um er að ræða popp eða rokk.
Við höfum spilað á böllum víðast hvar um landið og hikum ekki við að leggja land (og jafnvel lönd) undir fót.
Við erum að gera það sem okkur finnst skemmtilegast. Fjölmargir gestir á böllum okkar undanfarin ár geta vottað að þú skemmtir þér með okkur.